Góður dagur

Þetta var mjög góður dagur í dag. Kallinn var kominn á fætur um kl 08.30 og var farinn í bakaríið fyrir 9. Það er ótrúlegt miðað við það að á sunnudögum þá reyni ég að sofa út eða allavegna til 10. Það tók smá tíma að ákveða hvað átti að gera í dag en að lokum var ákveðið að kíkja á Gilla og Unni á Selfoss og sjá litla hvolpinn þeirra, Nótt. Við hringdum á undan okkur og Unnur ákvað að bjóða okkur í mat. Þvílík snilld. Áður en við fórum til þeirra kíktum við aðeins á mömmu of pabba og fengum pönsur og með því. Þegar við komum svo til Gilla og Unnar þá voru einnig pönsur og meðlæti. Hundurinn er æðislegur, svört tík með hvítan kraga. Hún á eftir að verða algjör gullmoli, eins og eigendurnir. Við fengum svo þennan líka flotta veislukvöldverð með kjúkling og steinbít a la Gilli......þvílík snilld.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til að sjá ykkur næst. Fyrir þá sem vita ekki hver Unnur er þá endilega kíkið á www.fusion.is og látið það berast.

Blogga meira seinna Kv Aggggginnnnnnnnnn


Að sofa út ????

Hvað er það??? Sveppi er þessa dagana alveg að eyðileggja það fyrir manni. Guttinn sér auglýsingarnar á Stöð 2 og bíður spenntur eftir því að Sveppi byrji með teiknimyndirnar og sín fýflalæti. Á virkum dögum þegar guttinn þarf að vakna til að fara í leikskólan þá er hann ekki eins fljótur á fætur eins og um helgar. Ég er á því að sveitarfélögin ættu að fá Sveppa til að auglýsa leikskólann. Það myndi hjálpa foreldrum mikið.......annars er þetta ekki svo slæmt og hann er sáttur á meðan það er barnaefni og morgunmatur á svæðinu, en kl 07.45 á laugardagsmorgnum þá er kallinn ekki alveg tilbúin til að fara á fætur.

En svona er lífið og svona verður þetta næstu 10 árin.

Einn voða morgunfúll. Kv Agginn


Heima

Starfsdagar eru skrítið fyrirbæri. Við Andri erum í fríi í dag vegna starfsdags í leikskólanum hjá honum. Í leikskólanum var búið að hengja upp dagsskrá fyrir kennara sem þeir ættu að taka þátt í í dag. Sennilega var hún sett upp til að foreldrara myndu aðeins róast en sumir hverjir eru ekki sáttir við þetta þar sem að nokkrir þurfa að taka sér frí úr vinnu vegna manneklu á leikskólanum. Það var samt eitt sem þau klikkuðu á þegar auglýsinginn var hengt upp. Neðst á blaðinu stóð að þetta væri valkvætt, þ.a.s. leikskólakennarar réðu því hvort þeir mættu eða ekki. Ég á ekki von á því að ungu stelpurnar sem eru að vinna þarna og reyndar vinna gott starf að þær séu mikið að mæta. Það er gott að fá aukafrídag af og til.

Annars er ég á þeirri skoðun að leikskóla og grunnskólakennarar ættu að vera best launuðu störfin á landinu. Þarna hefst allt og við þurfum að vera með fólk í þessum störfum sem hefur áhuga á að kenna börnunum okkar það sem þau þurfa að læra því jú við forelrarnir erum alltaf að vinna og þetta fólk hugsar um börnin okkar. Ég er ekki að segja að þeir sem starfa við þetta í dag séu ekki að sinna sinni vinnu en það er að sjálfsögðu mikið álag á þetta fólk þegar manneklan er svona mikil. Vonandi leysist úr þessu fljótlega og miðað við uppsagnir í fiskverkun þá hljóta þessar stöður að mannast því allt hjálpar til.

Nú er að bresta á helgi og margt skemmtilegt framundan. Ég óska öllum góðrar helgin bið ykkur að kvitta fyrir komu á bloggið mitt

Kv Agginn

 


?????

Þegar maður á síst von á þá fær maður góðar fréttir. Ég mun upplýsa allt um þær seinna en nú er mar að melta þetta. Vegir guðs eru svo sannarlega órannsakanlegir.

Fundurinn með leikskólakennaranum fór mjög vel og ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af stráknum. Hann er bara eðlilegur strákur með öllum þeim prakkarastrikum sem honum ber skilda til að framkvæma. Ég verð að segja að litli kallinn er að gera góða hluti og stóri kallinn er stoltur af honum.

Ef einhver sem er að lesa þetta og veit um einhvern sem er að leita sér að vinnu þá endilega bendið viðkomandi á að tala við mig. Ég þarf að ráða einn starfsmann til mín en gott fólk er ekki á hverju strái.

Endilega skrifið í gestbók

Kv Agginn

 P.S. Gaman að sjá að Skotta kvittaði. Langt síðan ég hef heyrt í þérWink


Ótrúlegt

Svolítið er síðan ég bloggaði en það er vegna þess að það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og heimavið. Það er hægt að segja að síðustu dagar séu miklir fréttadagar en eins og allir vita þá var innflutningur stöðvaður á 60 kílóum að ólöglegum efnum inn til landsins. Ég held að fólk geri sér ekki nægjanlega grein fyrir hversu mikið magn þetta er. Lögrelgan og allir þeir sem komu að þessu eiga heiður skilið og þarna eru peningum skattborgara vel varið. Hrós vikunnar eða jafnvel mánaðarins eiga þessir aðilar !!!!

Af okkur er allt gott að frétta og lífið gengur sinn vana gang. Andri kom til okkar á föstudaginn og hann er búinn að vera algör engill. Reyndar þá erum við boðuð á fund leikskólakennarans á morgun og það er eitthvað sem þarf laga þar. Það mun koma í ljós. Annars bara allt gott en það stefnir í mikla vinnu framundan og jafnvel ferðir erlendis.

P.S. Endilega skrifið í gestabók og komið nú með eitthvað skemmtilegt

Kv Agggginnnnn


Rosalega er búið að vera mikið að gera. Ég hef ekki náð að skrifa hér inn síðan á mánudag og biðst ég afsökunar á því. Helgin var æðisleg, fusion fittness alla helgina, út að borða á salatbarnum á laugardagskvöldið ásamt 60 manns. Þetta var frábært og gaman að taka þá í þessu. Ég hvet alla til að kíkja inn á www.fusion.is og skoða þetta. Unnur þessi elska er að gera góða hluti.

Annars er það bara vinna og aftur vinna, langt fram á kvöld og einnig að hjálpa elskunni minni henni Karó í sinni vinnu, mikið að gera þar en mín er alveg að höndla það glæsilega.

Að lokum þá er til sölu VW Golf ef þið vituð um einhvern sem vantar bíl.

Kv Agin


Föstudagur

Jæja þá er helgin alveg að detta inn. Núna um helgina erum við mjög busy. Unnur íþróttaálfur er með rosa fitness mót eða Fusion fitness festival í World Class um helgina. Við Karó verðum að hjálpa þeim og það verður nóg að gera......hvað gerir maður ekki fyrir vini sína. Þau eru frábær og okkur kemur mjög vel saman. S.s. frábær helgi framundan og nóg að gera.

Nú er eitt vígið farið hjá kallinum, hann er kominn með gleraugu. Þau eru reyndar bara til að vinna við tölvu og lesa en þetta sínir að kallinn er að eldast.Errm Það hlaut að koma að þessu miðað við alla þessa skjávinnu sem ég er í. Svona er lífið og maður tekur þessu með bros á vör Cool

Eigið öll frábæra helgi, ég veit að ég mun eiga hana

Kv Agggginnnn 

 


Fimmtudagur

Þessi vika er búinn að vera fljót að líða þó svo að henni sé ekki alveg lokið. Ég finn það að með hverju ári sem maður eldist að þá verða vikurnar fljótar að líða, dagarnir styttri og síðast en ekki síðst þá er strákurinn að verða stærri. Reyndar ég líka en það er á rangan vegWoundering 

Það kom upp risavandamál í gærkvöldi og ekki sér fyrir endan á því. Við erum að tala um að þetta er á jaðrinum við heimsendi en ég á von á því að þetta reddist. Málið er að sléttujárn heimilisins fór í verkfall í miðri sléttun. Hvað er verra. Nú er spurning hvort tæknimenn ráðstefnudeildar á hótelinu séu með næginlega þekkingu og geti bjargað málum, eða það þarf að fara til London og kaupa nýtt. Ég legg allt mitt traust á þessa tæknimenn, ég veit að þeir geta lagað þetta og bjargað heimsmálunum !!!!! Hermann, þú verður að bjarga þessu.

Ég er ekkert að grínast með þetta mál því það er mjög alvarlegt.

Ég mun setja inn fréttir af stóra sléttujárnsmálinu um leið og þær berast Crying

 Kv Agginn


Miðvikudagur

Ógeðslegt veður !!!!!! Haustið er komið og styttist óðum í vetur. Það er alltaf smá tilhlökkunarefni að fá smá snjó en þegar hann er kominn þá er vill maður fljótlega losna við hann. Andri Þór er mikið að spá í þessa dagana hvernær snjórinn komi því þá er hægt að fara á sleða. Í morgun eða fljótlega eftir að við vöknuðum vorum við að fara yfir árstíðirnar, þ.a.s. haust, vetur, vor og sumar og í hvaða röð þetta kemur. Hann var alveg til í að breyta þessu og vorum við Karó sammála honum í því. Hann vill hafa sumar og siðan á vetur að koma og svo strax sumar. Það er ekki hægt að mótmæla þessu.

Karó mín er að gera góða hluti í vinnunni. Í gær fékk hún góða viðurkenningu frá gæðastjóra hótelana. Hún er búinn að standa sig eins og hetja og er ég mjög stoltur af henni. Hún þurfti á þessu að halda þar sem hún var farinn að efast um sjálfan sig en það er enginn þörf á því. Þessi elska er snillingur í því sem hún er að gera og það er leitun eftir öðrum eins snillingi. Karó mín, þú er best og átt þetta svo sannarlega skilið !!!! Drifkraftur þinn og ákveðni eru eitthvað sem samstarfsfólk þitt ætti að taka til fyrirmyndar og mér sýnist á þessari viðurkenningu að fólk sér það. Keep up the good work........

Kv Aggginnn


Þriðjudagur

Það er skrítið hvernig krakkar taka á málum. Guttinn minn var eitthvað ósáttur í gær við mig og Karó. Hann lét ýmislegt út úr sér sem ég hefði ekki trúað því að hann myndi segja. Að sjálfsögðu er hann bara barn og hefur ekki vit á þessum hlutum en einkennilegt samt sem áður. Þegar við ræddum við hann þá fann ég að hann var ekki sáttur við daginn og það braust út í honum svona. Við gerðum honum grein fyrir að þetta væri ekki liðið og hann mætti ekki koma svona fram við okkur. Karó mín var svolítið sár því hún var meira fyrir barðinu á þessum orðum en ég en hún veit að hann meinar ekkert með þessu. SkrýtiðWoundering

Annars byrjar dagurinn í dag vel þó svo að við hefðum verið í umferðinni í um 45 mín, en maður er hættur að láta það plaga sig því það eyðileggur daginn bara. Tökum þessu með bros á vör og gefum okkur meiri tíma til að komast í vinnuSmile

Kv Agginn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband