?????

Þegar maður á síst von á þá fær maður góðar fréttir. Ég mun upplýsa allt um þær seinna en nú er mar að melta þetta. Vegir guðs eru svo sannarlega órannsakanlegir.

Fundurinn með leikskólakennaranum fór mjög vel og ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af stráknum. Hann er bara eðlilegur strákur með öllum þeim prakkarastrikum sem honum ber skilda til að framkvæma. Ég verð að segja að litli kallinn er að gera góða hluti og stóri kallinn er stoltur af honum.

Ef einhver sem er að lesa þetta og veit um einhvern sem er að leita sér að vinnu þá endilega bendið viðkomandi á að tala við mig. Ég þarf að ráða einn starfsmann til mín en gott fólk er ekki á hverju strái.

Endilega skrifið í gestbók

Kv Agginn

 P.S. Gaman að sjá að Skotta kvittaði. Langt síðan ég hef heyrt í þérWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að góðu fréttirnar séu það sem ég held og veit að þið hafið vonað eftir í dálítinn tíma. En annars gæti mig vantað vinnu í janúar, ef ákveðin mál verða ekki löguð á núverandi vinnustað, þá er uppsagnafresturinn minn til áramóta.

Ég verð þá bara í bandi hí hí.

knús á þig og Karó skvís 

Sigga Ásta (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband