Mánudagur

Jæja þá er enn ein heglin búinn, og þessi var mjög skrýtinn. Á föstudagskvöldið kláraði kallinn nú að mála og þá er baða official búiðGrin. Á laugardeginum var sofið út og ekkert smá....alveg til hádegis og það er ekki alveg að gera sig. Maður vaknar með höfuðverk og leiðindi en það rættist úr deginum. Við káró sóttum Andra og fórum í smá sófaleiðangur. Það er bara þannig að þegar maður er að leita að einhverju þá er erfitt að finna það. Karó fór svo um sexleytið að vinna í smá veislu og við strákarnir fórum á Pizza hut og gæddum okkur á kræsingum. Andri kom með eina gullna setningu "eigum við alltaf að fara út að borða þegar Karó er í útlöndum eða í vinnunni" eins og hún sé alltaf úti !!!!!. Eftir það þá fór ég með hann til mömmu sinnar og ég fór að horfa á landsleikinn. Hlev....djöf.....andsk... af hverju unnum við ekki....við vorum mun betriFrown. Eftir leik hittum við Gilla og Unni ásamt Frikka fræga og konu hans á Nordica og fengum okkur hvítvín og með því.

Laugarsagsnóttin var einhver sú allra einkennilegasta sem ég hef upplifað. Ég svaf ekki dúr fyrr en kl 7 um morguninn og þá aðeins í 3 til 4 tíma. Ekki veit ég hvað var í gangi en þetta var skelfilegt. þetta þýddi að sunnudaginn var ég í einhverju móki. Við heimsóttum samt einn mánaðagamlan gutta Guðmund Thor, en hann er sonur Binnu og Ölla. Binna vinnur með Karó og þessi prins á eftir að verða dekurdýr.

 Annars er allt gott og ný vinnuvika að byrja með fullt að spennandi hlutum í gangi.

 Kv Agginn


Mála mála mála

Jæja nú er kallinn að reyna að klára endanlega baðið. Nú er komið að þvi að mála og sparsla. Ég skil ekki Gilla vin minn að nenna að vera málari, þetta er eitthvað það leiðinlegasta sem ég geri, en geri samt.

Helgin er handan við hornið og hún er vel þeginn. Planið er að sofa út og hugsa vel um Karó mína, það er kominn tími á það. Gilli og Unnur eru á leiðinni í bæjinn á tónleika og ætlum við að hittast eftir þá og kannski kíkja í glas. Stefnan er tekin á Nordica hótel en það kemur allt í ljós því bærinn getur líka vel verið inní dæminu. Halo

Góða helgi og gangið um gleðinnar dyrDevil

Kv Aggggggginnnnnnnn


Umferð !

Það er ótrúlegt hvernig umferðin er orðin. Núna í morgun var ég um 30 mín í vinnuna úr Grafarvogi en ég hef s.s. lent í því verra. Hvað er hægt að gera ??? Ég vorkenni þeim aðilum sem eru að vinna við neyðarþjónustu, s.s. sjúkrabílum og lögreglu. Í morgun var sjúkrabíll að reyna að komast niður ártúnsbrekkuna og ekkert gekk. Vonandi hefur ekki einhver verið í hjartastoppi eða þá ungt barn með öndunarörðuleika því hraðinn á þeim var einginn. Ég er farinn að skilja þessa menn sem kaupa þyrlur til að fara í vinnu eins og forstjóra Samskips og Magnús eiganda Toyota og fleiri fyrirtækja. Hjá þessum mönnum er tíminn peningar og tíminn sem fer í að hanga í umferðarteppu er of mikill og of dýr. Ég held að besta og fljótlegasta lausnin sé að bjóða öllum frítt í strætó og þá mun kannski umferðin minnka aðeins. En þetta er aðeins til bráðabirgða......

Agginn.......

 


Draumar !!!!

Draumar eru skrýtið fyrirbæri. Ég átti einn draum í nótt sem ég skil ekki. Ég man yfirleitt ekki eftir mínum draumum en sumir sitja eftir. Hefur það einhverja þýðingu ?Woundering Draumurinn í nótt er á mörkunum að vera martröð því hann er ekki alveg að stimpla sig inn. Nú spyr ég ?? hvað merkja draumar og hvar get ég leitað af því á netinu ?

Endilega þið sem lesið þetta látið mig vita því ég finn ekkert.

Annars er lífið gott...ég er kominn úr þunglyndiskastinu sem ég fékk í gær, hvað var þaðFrown eitthvað sem ég er nú ekki vanur að vera í, en á samt mín móment eins og allir. Sigga vinkona mín skrifaði athugasemd í gær og hun bjargaði sennilega deginum fyrir mig. Það er rétt sem hún sagði og maður áttar sig ekki á hvað maður hefur það gott.......takk Sigga mín, þú ert bestWink

Endilega skrifið í gestabók

Kv Agginn


Endalok

Aðeins til að laga þunglyndiskastið í mér í morgun þá hef ég þetta að segja

Margir hafa spurt sig: Hvenær koma endalokin? En ekki fengið svar. Svartsýnir menn hafa um aldir alda beðið eftir endalokunum og frekar átt von á þeim um tímamót í því dagatali sem þeir nota (t.d. aldamótin 2000). En spár þeirra um endalokin hafa ávallt verið rangar. Ekki einu sinni Nostradamus gat spáð fyrir um komu endalokanna.

Það er mér því mikill heiður að tilkynna að óvissan er á enda. Endalokin er nær en talið var í fyrstu. Þau eru í Kópavoginum í verslun sem heitir Ískraft. Ekki nóg með að endalokin séu í Kópavogi, heldur eru þau líka á Akureyri og Egilsstöðum.

Endalokið nálgast Endalokin nálgast, ég pantaði 5 stykki í gær og á von á þeim á mánudag eða þriðjudag í næstu viku.

Kæru landsmenn, búið ykkur undir ENDALOKIN!

 

Kv AGGINN Grin


Tómlegt !

Það er frekar tómlegt núna þegar strákurinn er farinn til mömmu sinnar, en við reynum að gera gott úr þessu. Ótrúlegt hvað svona litlir gaurar sem eru að gera mann geggjaðan stundum, hafa mikil áhrif á mann. En það er samt gaman að sjá hvað hann breytist mikið á stuttum tíma. Nú er hann 5 ára og er farinn að svara fyrir sig, bæði við mig og Karó. Ég hef minnst áður á þolinmæði en stundum er hún ekki nóg og þá gerist eitthvað sem maður vill ekki gera og maður fær samviskubit á eftir og reynir að bæta upp. En svona er uppeldið, það er ekki eingöngu dans á rósum.

Hér á föstudaginn voru uppsagnir í vinnunni hjá mér.....15 manns fuku og fólk er mjög hrætt. Ég verð að viðurkenna að mér leið ekki vel fyrr en ég talaði við minn yfirmann og hann fullvissaði mig um að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur.Woundering En maður veit aldrei hvað gerist, hlutirninr gerast svo hratt. Það virðist vera að fyrirtæki séu að draga saman seglin, þegar ég sótti Karó í vinnu í gær þá var einni vinkonu hennar þar sagt upp og hún mátti bara fara. Að sjálfsögðu brá Karó og leið ekki vel en lífið er bara svona og ekkert við þessu að gera né hægt að gera.

þetta er mjög þungt blogg og það er þungt í kallinum núna....vonandi næ ég að hrissta þetta af mér og það komi eitthvað bjartara frá mér næst

 já og þið sem kíkið hér inn þá má endilega kvitta fyrir komuna Wink

Kv Agginn


Helgin

Það má segja að helgin núna hafi verið snilld. Familyan var í Árnesi, nánar tiltekið bússtað Eimskips......þvílík snilld. Ég held að ég hafi aldrei farið í eins flottan og stóran bústað á minni ævi en hann var með öllu. Potturinn var vel nýttur og grillið einnig en það var að sjálfsögðu etið og etið eða þangað til að fólk var farið að veltast um af ofáti. Vinir okkar Gilli og Unnur voru með og annað eins snildarfólki hef ég ekki kynnst. Gilli og Karó þekkjast frá gamalli tíð en þau leigðu saman á tímabili. Unnur íþróttaálfur var alltaf í svaka stuði, á milli þess sem hún svaf.......og þær stundir voru ófáar....svona er þetta bara Unnur.....íþróttir þreyta mann GrinSleeping

Gilli er reyndar einhver sá allra mesti svindlari í Trival Pursute en við leyfðum þeim að vinna núna en það kemur ekki fyrir aftur. Það var ekki mikið drukkið en fíflalætin voru nóg til að það þurfti ekki að drekka mikið.

Það verður pottþétta aftur farið í svona ferð..........Wink

Salut A


Loksins

Jæja þá er kallinn kominn aftur í vinnuna og laus við flensuna. Þvílíkt ógeð........ hóst, hóst.....smá eftir en það hverfur um helgina;

Ég hef ekkert að segja í augnablikinu en væntanlega verður frá nógu að segja eftir helgi :)

Kv A


Flensa

Nú er flensan farinn að hrjá heimilisfólk. Týpíst þar sem við erum á leið í bústað um helgina. Það þarf ekki að spyrja að því að þegar eitthvað er planað langt fram í tíman að þá klikkar allt. Story of my life........en vonandi verður kallinn búinn að hrista þetta af sér.

Núna er Andri Þór að fara í gegnum þrjóskutímabilið. Það er ekkert nema frekja í gangi og allt ætlar um koll að keyra ef orðið NEI er notað. Þá er það þolinmæðin sem gildir. Stundum er ég versti pabbi í öllum heiminum og "ömulegur" eru orð sem koma stundum upp. En þetta vex af honum og þessi strákur á eftir að gera góða hluti um æfina.......pabbi mun líka hjálpa.

Snörl..

Kv A


Vikan

Þessi vika var alltof fljót að líða. Það er búið að vera mikið að gera og sér ekki fyrir endan á því. Ég sakna stráksins mjög mikið en hann kemur aftur á mánudag og verður í viku. Ég og barnsmóðir mín gerðum samkomulag um að hann verði hjá mér í viku og viku hjá henni í senn. Vonandi gengur það vel en fyrir mig er það betra þar sem að það yrði of mikið rót á honum annars.

Það stefnir í sumarbústað þann 31 ágúst n.k. og get ég ekki beðið. Árnes er staðurinn og er þessu bústaður með öllu, pottur, gestahús og hann tekur 12 manns í gistingu.....þvílík snilld. Það er kominn tími á að fara í sveitina og slaka á....

Skrifa meira seinna Kv. A


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband