Miðvikudagur

Ógeðslegt veður !!!!!! Haustið er komið og styttist óðum í vetur. Það er alltaf smá tilhlökkunarefni að fá smá snjó en þegar hann er kominn þá er vill maður fljótlega losna við hann. Andri Þór er mikið að spá í þessa dagana hvernær snjórinn komi því þá er hægt að fara á sleða. Í morgun eða fljótlega eftir að við vöknuðum vorum við að fara yfir árstíðirnar, þ.a.s. haust, vetur, vor og sumar og í hvaða röð þetta kemur. Hann var alveg til í að breyta þessu og vorum við Karó sammála honum í því. Hann vill hafa sumar og siðan á vetur að koma og svo strax sumar. Það er ekki hægt að mótmæla þessu.

Karó mín er að gera góða hluti í vinnunni. Í gær fékk hún góða viðurkenningu frá gæðastjóra hótelana. Hún er búinn að standa sig eins og hetja og er ég mjög stoltur af henni. Hún þurfti á þessu að halda þar sem hún var farinn að efast um sjálfan sig en það er enginn þörf á því. Þessi elska er snillingur í því sem hún er að gera og það er leitun eftir öðrum eins snillingi. Karó mín, þú er best og átt þetta svo sannarlega skilið !!!! Drifkraftur þinn og ákveðni eru eitthvað sem samstarfsfólk þitt ætti að taka til fyrirmyndar og mér sýnist á þessari viðurkenningu að fólk sér það. Keep up the good work........

Kv Aggginnn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klapp klapp fyrir Karó, og eitt klapp fyrir þér líka :)

Sigga Ásta (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband