Góður dagur

Þetta var mjög góður dagur í dag. Kallinn var kominn á fætur um kl 08.30 og var farinn í bakaríið fyrir 9. Það er ótrúlegt miðað við það að á sunnudögum þá reyni ég að sofa út eða allavegna til 10. Það tók smá tíma að ákveða hvað átti að gera í dag en að lokum var ákveðið að kíkja á Gilla og Unni á Selfoss og sjá litla hvolpinn þeirra, Nótt. Við hringdum á undan okkur og Unnur ákvað að bjóða okkur í mat. Þvílík snilld. Áður en við fórum til þeirra kíktum við aðeins á mömmu of pabba og fengum pönsur og með því. Þegar við komum svo til Gilla og Unnar þá voru einnig pönsur og meðlæti. Hundurinn er æðislegur, svört tík með hvítan kraga. Hún á eftir að verða algjör gullmoli, eins og eigendurnir. Við fengum svo þennan líka flotta veislukvöldverð með kjúkling og steinbít a la Gilli......þvílík snilld.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til að sjá ykkur næst. Fyrir þá sem vita ekki hver Unnur er þá endilega kíkið á www.fusion.is og látið það berast.

Blogga meira seinna Kv Aggggginnnnnnnnnn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

JÁ AGNAR ÞÓR!!!!!! Hver á líka heima á Selfossi?????? Skamm

hehehe... snúllinn minn, þið kíkið einhverntímann.

Ætlaði bara að láta þig vita að gamla datt í gang áðan á blogginu. Mjög stutt reyndar  NOT.

Aggi, hvaða fréttir voruð þið að fá? er það það sem ég held?  þú veist....

Solveig Pálmadóttir, 1.10.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Kittý Sveins

Jahá kallinn.. svona er það bara.. bara keyrt fram hjá án þess að líta við... Ég meina við eigum líka hund ;) hehe!!

Endilega látiði samt sjá ykkur.. alltaf velkomin !!

Kv Kittý og Lalli - sem sefur....

Kittý Sveins, 6.10.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband