Helgin

Lífið er yndislegt. Það er ansi margt í gangi þessa dagana en allt gott. Við erum búin að slaka vel á núna um helgina og má segja að við höfum aðeins dekrað við okkur. Fórum í Smáralind og versluðum á okkur föt, keyptum sófa í Línunni og hann er æðislegur og enduðum svo daginn í gær á Humarhúsinu og gæddum okkur á humarsúpu og humar. Þvílík snilld. Dagurinn í dag fer svo í að gera allt klárt fyrir komu prinsins á mánudaginn. Það þarf að fara í Bónus og laga til og fl. Kallinn ætlar reyndar að skella sér í nudd á Nordica Spa svona aðeins til að mýkja hann.

Ég sé að við síðustu bloggfærslu þá fékk ég tvær athugasemdir. Ég mun bæta ykkur þetta elskurnar mínar og við munum kíkja í heimsókn fyrr en seinna, síðan langar mig að láta ykkur vita að við búum í bænum og það má alveg kíkja í heimsókn á okkur. Við bítum ekki.

Það er ekki fleira að sinni Kv Agginnn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kittý Sveins

Já það er víst rétt.. verðum að fara að bæta úr þessu hittingsleisi ;)

Kittý Sveins, 7.10.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband