Köben

Jæja gott fólk, þá er kominn tími til að strákurinn leyfi öðrum en íslendingum að njóta nærveru sinnar. Stefnan er tekin á Köben og á þetta að vera afslöppunarferð, borða góðan mat, fá sér smorrebrod og carlsberg og bara njóta lífsins. Reyndar er þetta bara stutt ferð, komum aftur á sunnudaginn. En samt sem áður að komast í annað umhverfi og sjá eitthvað annað en heimilið og vinnuna verður góð tilbreyting. Við gistum á flottu Hilton hóteli og aldrei að vita nema að Paris vinkona mín verði á staðnum (eða þannig).

Mér finnst að ég þurfi að minna fólk á að skrifa í gestabókina og að fara að hugsa um hvað það ætli að gefa mér í jólagjöf. Ég bið ekki um mikið !!!!

Ég verð reyndar að setja einn brandara hér inn sem ein vinkona mín sendi mér og hljóðar hann eitthvað á þessa leið:

Eiginmaðurinn segir við konuna sína: "Ég þori að veðja að þú getur ekki sagt eitthvað við mig sem bæði gerir mig glaðan og dapran, í sömu setningunni."

Konan hugsar sig um svolitla stund og segir svo: "Þú ert með stærra typpi en bróðir þinn".

Kv Agginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband