Jæja

Loksins losnaði þessi blessaða ritstífla. Það hefur ekki verið mikið talað um annað en borgarstjórnarmál í fréttum síðustu vikuna. Það er ótrúlegt hvað sumir menn leggja sig lágt til að fá sínu fram og komast til valda. Ég held að í allri vitleysunni í síðustu viku þá hafi gleymst eitthvað það mikilvægasta í öllu þessu máli. Það eru mennirnir sem eru að græða þvílíka peninga á öllu saman, allir eru hættir að tala um þá. Það er eins og að þeir hafi gufað upp og gleymst.

Ég er eigandi í þessu fyrirtæki sem kallast Orkuveita Reykjavíkur ásamt öðrum borgarbúum. Ég er ekki til í að gleyma þessu, þ.a.s. að menn sem koma með peninga í dótturfyrirtæki OR tvöfaldi þá á nokkrum dögum og ekki fæ ég eða aðrir eigendur, borgarbúar krónu í okkar vasa. Það verður ekki langt í að OR sendi til okkar hærri reikninga fyrir rafmagni og hita. Eigum við ekki frekar að líta á það sem skiptir máli hér heima, eins og að borga leik og grunnskólakennurum hærri laun og fá fólk í þessi störf heldur en að eyða peningum í einhver verkefni sem munu kannski og kannski ekki skila hagnaði.

Ég er nú ekki talinn vera annað en sjálfstæðismaður en ég skammast mín fyrir verk sjálfstðisflokksins í borgarstjórn. Ég er samt hræddur um að ekkert betra sé að koma. Ég myndi vilja sjá þessa flokka sem eru að koma að núna bjarga því sem þeir eru búnir að vera að gagnrýna síðustu misseri. Ég vona að þeir geti gert eitthvað er ég á ekki von á því.

Það er stórt verkefni framundan hjá nýjum borgarstjóra í sambandi við leik og grunnskóla og mun ég verða fyrstur manna að hrósa honum og éta minn hatt takist honum að laga þessi mál. Ég hef því miður ekki áhyggjur af því, því ég hef enga trú á honum.

Að lokum vill ég segja það að ég er ekki vanur að lýsa skoðunum mínum á þessum málum en ég gat ekki annað. Ég veit ekki hvar þetta mál endar allt saman en það er kominn tími til að fólkið í landinu sem hlustar á svona hluti gerast reglulega taki á þessu með einhverjum hætti og stoppi þessa vitleysu. Sumstaðar í heiminum eru menn dæmdir fyrir svona vitleysu en hér fá menn að vaða uppi eins og þeir vilja og enginn stöðvar þá.

 Kv Agginn

PS. endilega komið ykkar skoðunum fram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband