5.9.2008 | 11:16
Ég skil þetta ekki....
Dollari og evra hækka og lækka til skiptis....olíuverð hækkar og lækkar....verðbólga hækkar....viðskiptahalli, krónubréf, vextir, ofurlaun, lækkanir á hlutabréfamörkuðum og svo lengi mætti telja. Hverjir stjórna. Eru það bankamenn, verðbréfamiðlarar, alþingismenn, ríkisstjórnin eða einhverjir menn úti í heimi sem hagnast á því að íslenskt efnahagslíf er á brauðfótum. Erum við íslendingar búnir að grafa okkur holu, við erum kominn ofaní hana og bíðum eftir því að einhverjir moki yfir. Eða er búið að moka yfir en við erum bara ekki búinn að átta okkur á því.
Við erum 300.000 manna þjóð sem stóru risarnir úti í heimi eiga auðvelt með að valta yfir, lítum upp og skoðum í kringum okkur......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 12:21
Hvert er....
þjóðfélagið að fara. Nú á þessum tímum þar sem uppsagnir og hrakspár eru daglegt brauð sést það ekki á fólki að það sé að herða sultarólina. Hefur fólk ekki trú á þessu eða veit það ekki hvað er í gangi. Ég hef uppá síðkastið ferðast með almenningssamgöngum í og úr vinnu. Ég þarf að taka 2 vagna og þarf að bíða aðeins í Ártúni eða í um 10 mín. Ég hef tekið eftir því að það er undantekning að það séu fleiri en einn í bíl og allt er stíflað frá Grensásvegi og langt upp á Select á Vesturlandsvegi. Það er ekki að sjá að þetta fólk sé að spá í bensínverðið.
Við þurfum að átta okkur á því að núna er lægð í heiminum og allt er að hækka. Því þurfum við að hugsa aðeins um framtíðina, þ.a.s. lengur er fram að næstu mánaðarmótum. Börnin okkar taka við af okkur og þurfum við að búa svo um hnútana að þau taki við þokkalegu búi en ekki brunarústum eftir foreldra sína.
Áfram Ísland....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 13:55
ROSA...
lega er langt síðan ég bloggaði. Satt best að segja er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef bara gleymt þessu. Nú stendur til að bæta úr því en ekki búast við miklu svona fyrst um sinn.
Það er nú aldeilis margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast en það var í fyrra sýnist mér. Núna er ég kominn með vísitölufjölskyldu en þann 16 mai s.l. eignuðumst við Karólína yndislega dóttur, Victoríu Ísól. Allt hefur gengið vel og er hún eins og ljósið eina. Stóri bróðir hjálpar mikið til og hann er rosalega stoltur af henni. Karó er að tækla móðurhlutverkið alveg svakalega vel og það mætti halda að hún hafi ekki gert annað um ævina. Litla daman dafnar vel og ekki er annað að sjá en að hún sé sátt við lífið og tilveruna, hún tók brjóst frá fyrsta degi og núna er hún farinn að fá pela og graut. Stelpan er dugleg og vill ég benda á að hægt er að fara inn á síðuna hennar sem er www.victoriaisol.barnaland.is og er passwordið götuheitið okkar. Endilega kíkið inn og munið að skrifa í gestabók.
Núna eru tímamót hjá okkur þar sem að við þurfum að stækka við okkur um íbúð. Við erum í 3ja herb íbúð og þurfum að bæta við okkur eitt herb og helst þvottahús og á jarðhæð. Það er ekki auðvelt að selja núna og hvað þá að kaupa en þetta er eitthvað sem við verðum að gera þar sem hér er orðið fullþröngt. Það eru helst skipti sem koma til greina núna en það eru ekki margir að skoða þann möguleika. Við verðum þó að reyna. Ekki vildi ég vera í þeim sporum í dag að vera að kaupa í fyrsta skiptið og jafnvel eiga enga útborgun. Hvað þá að vera með lán í erlendri mynt en ég veit um nokkra sem eru að missa allt vegna þess að þau hafa ekki ráð á því að borga afborganir vegna hækkana og gengi. Ég veit um eitt par en þau eru bæði í fullri vinnu. Launin þeirra fara í afborganir af bíl og húsnæði ásamt því sem því fylgir s.s. tryggingar og fasteignagjöld. Þegar þau eru búin að borga þetta allt í hverjum mánuði þá er ekkert eftir til þess að lifa. Sem betur fer fyrir þau þá eru þau barnlaus og þurfa því bara að hafa áhyggjur af sér. Samt sem áður þurfa þau að lifa á um 30.000kr á mánuði, en það á að duga fyrir mat og öðrum hlutum sem þarf til heimilishalds. Ekki veit ég hvernig þau fara að en auðvitað hefur þetta áhrif á þeirra samband. Það kæmi mér ekki á óvart ef að allt myndi sprynga hjá þeim en ég vona að ekki komi til þess.
Hvað á fólk að gera í dag. Við erum af þeirri kynslóð að við þekkjum ekki svona "kreppu" . Foreldrar okkar gengu í gegnum svona oftar en einu sinni og allt bjargast þetta en þeir sem eru að kynnast þessu í fyrst og vonandi síðasta skiptið. Margir eru að gefast upp og sjá ekkert ljós í stöðunni.
En vonandi er nú betri tíð með blóm í haga á næsta leiti. Stjórnendur þessa lands þurfa að stíga upp og koma með lausnir á þessum málum eins og góðum stjórnanda sæmir, ef þeir geta það ekki þurfa þeir að stíga niður og leyfa þeim sem geta það og þora að taka við......
Nóg í bili
Kv Agginnn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2007 | 09:25
Klúður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 14:02
Fyrstu myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 11:15
Ja hérna hér !!!!!
Strákurinn er ekki að standa sig í blogginu, en hann bregst að sjálfsögðu við þegar drottingar kvarta undan bloggleysi. Staðan er þannig að það er búið að vera klikkað að gera, vinnan, jólin og allt á fullu. Allt eru þetta góðar afsakanir fyrir að blogga ekki en ég gét þó huggað mig við það að ég er sennilega ekki versti bloggarinn á landinu.
Newsflass: kallinn er að verða pabbi í annað sinn. Þvílík snilld þar á fer og er von á nýjum fjölskyldumeðlim á næsta ári. (nákvæm dagsetning ekki komin) Þetta er fyrsta barn Karó og því mikil spenna þar á ferð. Andri Þór er alveg að fara á límingunum og getur ekki beðið, vildi helst drífa þetta af fyrir jól. Bjartir tímar framundan hjá litlu fjölskyldunni og spennandi.
Ég hef ekki mikið að segja núna en endilega kvittið fyrir komu, og munið að kaupa handa mér jólagjöf.
Kv Aggginnnn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2007 | 16:35
Blogg
Hæ það er ansi langt síðan ég bloggaði síðast en það er búið að vera mikið að gera og sér ekki alveg fyrir endan á því. Hvað um það, það er allt gott að frétta af "stóru" fjölskyldunni. Guttinn var hjá okkur í síðustu viku og er ansi tómlegt í búi núna. Helgin var fín,fórum í bíó og slakað á. Ekkert stórt að gerast þessa helgina. Næstu dagar eru tileinkaðir vinnu, vinnu og aftur vinnu. Ekkert spennandi þar á ferðinni heldur en alltaf eitthvað nýtt að koma upp. Ég hef s.s. ekki frá neinu að segja núna en það mun eitthvað koma á næstu dögum sem ég get lýst skoðun minni á. Reyndar er margt sem mig langar að ausa úr mínum skálum eins og með vaxtahækkanir og fleira en ég nenni ekki að eyða orðum á þessa vitleysinga sem stjórna landinu. þið vitið hvað ég á við.
nóg núna
Kv Agginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 14:34
Hafið...
.....þið einhverntíman vaknað með höfuðverk sem er að bögga ykkur allan daginn. Það er allt ömulegt og ekkert gengur upp, ég er einmitt að upplifa það núna og því ákváð ég að setjast niður og blogga smá til að athuga hvort verkurinn fari ekki.......
Annars er allt gott að frétta af familyunni og ferðin til Köben var æðisleg. Hótelið var geðveikt og maturinn æðislegur og ekki hægt að finna eitthvað að. Meiri að segja fengum við mjög góð sæti í vélinni heim. Það var verslað smá en samt í hófi, aðallega var samt slakað á. Andri Þór er hjá okkur núna og er litli kallinn alveg yndislegur. Hann fékk smá dót frá Köben, Lego og vorum við strákarnir að kubba allt í gærkvöldi. Væntanlega verður leikið mikið með það í kvöld og næstu mánuði en hann er að safna slökkviliðslegóbílum. Skrítið !!!!
Vonandi hafið þið haft gaman af Dilbert vini mínum en ég hendi honum inn þegar ég hef ekkert að segja og hann er góður
Kveð að sinni Agnar
PS: Höfuðverkurinn fór ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2007 | 16:39
Ég varð að setja þetta inn :)
Dilbert |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)