Köben

Jæja gott fólk, þá er kominn tími til að strákurinn leyfi öðrum en íslendingum að njóta nærveru sinnar. Stefnan er tekin á Köben og á þetta að vera afslöppunarferð, borða góðan mat, fá sér smorrebrod og carlsberg og bara njóta lífsins. Reyndar er þetta bara stutt ferð, komum aftur á sunnudaginn. En samt sem áður að komast í annað umhverfi og sjá eitthvað annað en heimilið og vinnuna verður góð tilbreyting. Við gistum á flottu Hilton hóteli og aldrei að vita nema að Paris vinkona mín verði á staðnum (eða þannig).

Mér finnst að ég þurfi að minna fólk á að skrifa í gestabókina og að fara að hugsa um hvað það ætli að gefa mér í jólagjöf. Ég bið ekki um mikið !!!!

Ég verð reyndar að setja einn brandara hér inn sem ein vinkona mín sendi mér og hljóðar hann eitthvað á þessa leið:

Eiginmaðurinn segir við konuna sína: "Ég þori að veðja að þú getur ekki sagt eitthvað við mig sem bæði gerir mig glaðan og dapran, í sömu setningunni."

Konan hugsar sig um svolitla stund og segir svo: "Þú ert með stærra typpi en bróðir þinn".

Kv Agginn


Langt síðan.....

....ég bloggaði síðast. Ég er búinn að reyna að vera að slaka á og þar af leiðandi ekki verið duglegur að blogga. Ég hef s.s. ekkert að segja bara vildi segja "hæ"

Kv Agginn


Loksins eitthvað .......

....að frétta. Jæja eftir ransóknir dagsins þá virðist vera kominn botn í málið. Það eru miklar bólgur í maga, vélinda og skeifugörn (hvað s.s. það nú er ?). Ég er kominn á lyf og læknar segja að þetta eigi eftir að lagast með tímanum. VÁ hvað þetta er mikill léttir, það má segja að þetta sé búið að vera mjög erfitt þessa daga en nú er að sjá fyrir endan á þessu. Ég verð samt að taka því rólega og væntanlega fer ég ekki í vinnu fyrr en í næstu viku, en svona er lífið og það eru bjartir tímar framundan. Ég hef s.s. ekki meira að segja en nú er að einbeita sér að því að láta sér batna og slaka á, lifa lífinu og njóta þess að vera til. Ég þarf að fara hugsa vel um elskuna mína því hún er búinn að standa með mér eins og stytta og á heiður skilið.

Tómur í bili

Kv Aggginnnn

 


Og áfram heldur.....

...sagan. Kallinn er kominn í vinnu en samt mjög slappur. Ég á von á því að dagurinn verði stuttur og næstu dagar einnig. Ég fer í fleiri rannsóknir seinna í vikunni en eins og staðan er í dag þá hafa læknar ekki fundið neitt enn sem komið er. Samt er kallinn meðp svolitla verki og er orðinn svolítið þreyttur á þessu öllu saman. Það er samt gaman að vita til þess að um leið og eitthvað svona kemur upp á þá stoppar ekki síminn og mailar. Maður sér þá hverjir eru vinir manns í raun og veru og manni hlýnar um hjartarætur þegar svona margir hafa samband. Til allra þeirra þakka ég fyrir góða strauma og kveðjur......vá hvað þetta hljómar illa....

Svo að allir viti þá er ég ekki að fara neitt og mun halda áfram að hrella ykkur um ókomna tíð.....mmuuuhahahahahhahaha

Kv Agginn


Lífið er stundum svolítið......

Skrýtið. Eg fór heim á þriðjudag með flensu og kíkti á lækni á miðvikudagsmorgni og síðan er ég búinn að vera á hjartadeild Landspítalans. Eftir fullt af rannsóknum og reyndar er þeim ekki lokið þá finna læknar ekki neitt að. Vonandi er þetta ekki neitt því ekki má auka mikið álagið á fjölskylduna. Margt er búið að ganga að undanförnu en loks þegar er að sjá fyrir endan á því þá kemur þetta upp. Það er eins og að einhver þarna uppi sé að leika sér að manni og gera manni lífið leitt. Stundum skilur maður þetta ekki þ.a.s. af hverju fær maður ekki smá brake en svona er þetta bara.....

Annars held ég að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, allt svona leysist en samt sem áður er tilfinningin óþægileg

Kveð að sinn

 Aggggginnn


Margt smátt .....

Ég heldur betur jós úr mínum potti í síðasta bloggi mínu. Verst að fáir lesi þetta en ég kem þessu þó frá mér. En það er enn verið að tala um þetta mál og sér ekki fyrir endan á þessari vitleysu allri saman. Hvað getum við gert ??? hefur einhver svar við því. Ég mæli með því að við gerum þetta eins og Frakkarnir. Ef það er eitthvað í gangi svona í þeirra heimalandi þá fara þeir í verkföll og stöðva allt. Þá fyrst finna menn fyrir því þegar þeir komast ekki leiðar sinnar eða fá ekki þá þjónustu sem þeir vilja o.s.fr.

En því miður þá erum við íslendingar ekki nógu samtaka í svona hlutum, frekar en öðru. Það eru allir að hugsa um sinn eigin hag og ekkert að spá í heildinni.

En nóg af þessari vitleysu. Af familyjunni er allt gott að frétta. Andri Þór er búinn að vera hjá okkur núna í meira en viku og þetta er búinn að vera frábær tími með honum. Um helgina þá fórum við strákarnir í Smáralindina þegar Karó fór að mála vinkonu sína. Við versluðum buxur og bol og fékk litli gaurinn að velja sjálfur, og ég verð að segja að hann hefur góðan smekk. Á sunnudeginum var síðan farið aftur í Smáralindina en þá var farið í bíó og verslað aðeins á okkur hjónakornin. Við fengum Unni og Gilla í mat á laugardagskvöldið og tók Agginn fram öll sín töfraspil og eldaði þessa líka gæsilegu máltíð, annað eins hefur ekki sést á íslandi í mörg ár. Verst hvað sá mikið á eldhúsinu eftir það.

Annar allt gott og sumir eru farnir að telja til jóla og panta gjafir. Spurning hvað ég fæ. Hummmm góð spurning. ATH kem með óskalista á næstunni fyrir ykkur

Kv AGGINN


Jæja

Loksins losnaði þessi blessaða ritstífla. Það hefur ekki verið mikið talað um annað en borgarstjórnarmál í fréttum síðustu vikuna. Það er ótrúlegt hvað sumir menn leggja sig lágt til að fá sínu fram og komast til valda. Ég held að í allri vitleysunni í síðustu viku þá hafi gleymst eitthvað það mikilvægasta í öllu þessu máli. Það eru mennirnir sem eru að græða þvílíka peninga á öllu saman, allir eru hættir að tala um þá. Það er eins og að þeir hafi gufað upp og gleymst.

Ég er eigandi í þessu fyrirtæki sem kallast Orkuveita Reykjavíkur ásamt öðrum borgarbúum. Ég er ekki til í að gleyma þessu, þ.a.s. að menn sem koma með peninga í dótturfyrirtæki OR tvöfaldi þá á nokkrum dögum og ekki fæ ég eða aðrir eigendur, borgarbúar krónu í okkar vasa. Það verður ekki langt í að OR sendi til okkar hærri reikninga fyrir rafmagni og hita. Eigum við ekki frekar að líta á það sem skiptir máli hér heima, eins og að borga leik og grunnskólakennurum hærri laun og fá fólk í þessi störf heldur en að eyða peningum í einhver verkefni sem munu kannski og kannski ekki skila hagnaði.

Ég er nú ekki talinn vera annað en sjálfstæðismaður en ég skammast mín fyrir verk sjálfstðisflokksins í borgarstjórn. Ég er samt hræddur um að ekkert betra sé að koma. Ég myndi vilja sjá þessa flokka sem eru að koma að núna bjarga því sem þeir eru búnir að vera að gagnrýna síðustu misseri. Ég vona að þeir geti gert eitthvað er ég á ekki von á því.

Það er stórt verkefni framundan hjá nýjum borgarstjóra í sambandi við leik og grunnskóla og mun ég verða fyrstur manna að hrósa honum og éta minn hatt takist honum að laga þessi mál. Ég hef því miður ekki áhyggjur af því, því ég hef enga trú á honum.

Að lokum vill ég segja það að ég er ekki vanur að lýsa skoðunum mínum á þessum málum en ég gat ekki annað. Ég veit ekki hvar þetta mál endar allt saman en það er kominn tími til að fólkið í landinu sem hlustar á svona hluti gerast reglulega taki á þessu með einhverjum hætti og stoppi þessa vitleysu. Sumstaðar í heiminum eru menn dæmdir fyrir svona vitleysu en hér fá menn að vaða uppi eins og þeir vilja og enginn stöðvar þá.

 Kv Agginn

PS. endilega komið ykkar skoðunum fram


Ritstífla

Ég er með ritstíflu á hæðsta stigi

Bíðum eftir að hún losni en það hlýtur að koma

Kv Aggginnnnnnn


Smá blogg

Ég tók eftir því að ég hef ekkert bloggað síðan 07.10.2007. Ekki það að ég hafi eitthvað að segja nema HÆ

Ég skal fara að leita í toppstikkinu með eitthvað skemmtilegt en núna er ég tómur..........Woundering

Kv AGGGGGIN


Helgin

Lífið er yndislegt. Það er ansi margt í gangi þessa dagana en allt gott. Við erum búin að slaka vel á núna um helgina og má segja að við höfum aðeins dekrað við okkur. Fórum í Smáralind og versluðum á okkur föt, keyptum sófa í Línunni og hann er æðislegur og enduðum svo daginn í gær á Humarhúsinu og gæddum okkur á humarsúpu og humar. Þvílík snilld. Dagurinn í dag fer svo í að gera allt klárt fyrir komu prinsins á mánudaginn. Það þarf að fara í Bónus og laga til og fl. Kallinn ætlar reyndar að skella sér í nudd á Nordica Spa svona aðeins til að mýkja hann.

Ég sé að við síðustu bloggfærslu þá fékk ég tvær athugasemdir. Ég mun bæta ykkur þetta elskurnar mínar og við munum kíkja í heimsókn fyrr en seinna, síðan langar mig að láta ykkur vita að við búum í bænum og það má alveg kíkja í heimsókn á okkur. Við bítum ekki.

Það er ekki fleira að sinni Kv Agginnn

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband