1.9.2008 | 12:21
Hvert er....
þjóðfélagið að fara. Nú á þessum tímum þar sem uppsagnir og hrakspár eru daglegt brauð sést það ekki á fólki að það sé að herða sultarólina. Hefur fólk ekki trú á þessu eða veit það ekki hvað er í gangi. Ég hef uppá síðkastið ferðast með almenningssamgöngum í og úr vinnu. Ég þarf að taka 2 vagna og þarf að bíða aðeins í Ártúni eða í um 10 mín. Ég hef tekið eftir því að það er undantekning að það séu fleiri en einn í bíl og allt er stíflað frá Grensásvegi og langt upp á Select á Vesturlandsvegi. Það er ekki að sjá að þetta fólk sé að spá í bensínverðið.
Við þurfum að átta okkur á því að núna er lægð í heiminum og allt er að hækka. Því þurfum við að hugsa aðeins um framtíðina, þ.a.s. lengur er fram að næstu mánaðarmótum. Börnin okkar taka við af okkur og þurfum við að búa svo um hnútana að þau taki við þokkalegu búi en ekki brunarústum eftir foreldra sína.
Áfram Ísland....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.