ROSA...

lega er langt síðan ég bloggaði. Satt best að segja er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef bara gleymt þessu. Nú stendur til að bæta úr því en ekki búast við miklu svona fyrst um sinn.

Það er nú aldeilis margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast en það var í fyrra sýnist mér. Núna er ég kominn með vísitölufjölskyldu en þann 16 mai s.l. eignuðumst við Karólína yndislega dóttur, Victoríu Ísól. Allt hefur gengið vel og er hún eins og ljósið eina. Stóri bróðir hjálpar mikið til og hann er rosalega stoltur af henni. Karó er að tækla móðurhlutverkið alveg svakalega vel og það mætti halda að hún hafi ekki gert annað um ævina. Litla daman dafnar vel og ekki er annað að sjá en að hún sé sátt við lífið og tilveruna, hún tók brjóst frá fyrsta degi og núna er hún farinn að fá pela og graut. Stelpan er dugleg og vill ég benda á að hægt er að fara inn á síðuna hennar sem er www.victoriaisol.barnaland.is og er passwordið götuheitið okkar. Endilega kíkið inn og munið að skrifa í gestabók.

Núna eru tímamót hjá okkur þar sem að við þurfum að stækka við okkur um íbúð. Við erum í 3ja herb íbúð og þurfum að bæta við okkur eitt herb og helst þvottahús og á jarðhæð. Það er ekki auðvelt að selja núna og hvað þá að kaupa en þetta er eitthvað sem við verðum að gera þar sem hér er orðið fullþröngt. Það eru helst skipti sem koma til greina núna en það eru ekki margir að skoða þann möguleika. Við verðum þó að reyna. Ekki vildi ég vera í þeim sporum í dag að vera að kaupa í fyrsta skiptið og jafnvel eiga enga útborgun. Hvað þá að vera með lán í erlendri mynt en ég veit um nokkra sem eru að missa allt vegna þess að þau hafa ekki ráð á því að borga afborganir vegna hækkana og gengi. Ég veit um eitt par en þau eru bæði í fullri vinnu. Launin þeirra fara í afborganir af bíl og húsnæði ásamt því sem því fylgir s.s. tryggingar og fasteignagjöld. Þegar þau eru búin að borga þetta allt í hverjum mánuði þá er ekkert eftir til þess að lifa. Sem betur fer fyrir þau þá eru þau barnlaus og þurfa því bara að hafa áhyggjur af sér. Samt sem áður þurfa þau að lifa á um 30.000kr á mánuði, en það á að duga fyrir mat og öðrum hlutum sem þarf til heimilishalds. Ekki veit ég hvernig þau fara að en auðvitað hefur þetta áhrif á þeirra samband. Það kæmi mér ekki á óvart ef að allt myndi sprynga hjá þeim en ég vona að ekki komi til þess.

Hvað á fólk að gera í dag. Við erum af þeirri kynslóð að við þekkjum ekki svona "kreppu" . Foreldrar okkar gengu í gegnum svona oftar en einu sinni og allt bjargast þetta en þeir sem eru að kynnast þessu í fyrst og vonandi síðasta skiptið. Margir eru að gefast upp og sjá ekkert ljós í stöðunni.

En vonandi er nú betri tíð með blóm í haga á næsta leiti. Stjórnendur þessa lands þurfa að stíga upp og koma með lausnir á þessum málum eins og góðum stjórnanda sæmir, ef þeir geta það ekki þurfa þeir að stíga niður og leyfa þeim sem geta það og þora að taka við......

Nóg í bili

Kv Agginnn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kittý Sveins

Velkomin aftur í bloggheiminn :)

Kittý Sveins, 2.9.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband