15.10.2007 | 19:24
Margt smátt .....
Ég heldur betur jós úr mínum potti í síðasta bloggi mínu. Verst að fáir lesi þetta en ég kem þessu þó frá mér. En það er enn verið að tala um þetta mál og sér ekki fyrir endan á þessari vitleysu allri saman. Hvað getum við gert ??? hefur einhver svar við því. Ég mæli með því að við gerum þetta eins og Frakkarnir. Ef það er eitthvað í gangi svona í þeirra heimalandi þá fara þeir í verkföll og stöðva allt. Þá fyrst finna menn fyrir því þegar þeir komast ekki leiðar sinnar eða fá ekki þá þjónustu sem þeir vilja o.s.fr.
En því miður þá erum við íslendingar ekki nógu samtaka í svona hlutum, frekar en öðru. Það eru allir að hugsa um sinn eigin hag og ekkert að spá í heildinni.
En nóg af þessari vitleysu. Af familyjunni er allt gott að frétta. Andri Þór er búinn að vera hjá okkur núna í meira en viku og þetta er búinn að vera frábær tími með honum. Um helgina þá fórum við strákarnir í Smáralindina þegar Karó fór að mála vinkonu sína. Við versluðum buxur og bol og fékk litli gaurinn að velja sjálfur, og ég verð að segja að hann hefur góðan smekk. Á sunnudeginum var síðan farið aftur í Smáralindina en þá var farið í bíó og verslað aðeins á okkur hjónakornin. Við fengum Unni og Gilla í mat á laugardagskvöldið og tók Agginn fram öll sín töfraspil og eldaði þessa líka gæsilegu máltíð, annað eins hefur ekki sést á íslandi í mörg ár. Verst hvað sá mikið á eldhúsinu eftir það.
Annar allt gott og sumir eru farnir að telja til jóla og panta gjafir. Spurning hvað ég fæ. Hummmm góð spurning. ATH kem með óskalista á næstunni fyrir ykkur
Kv AGGINN
Athugasemdir
Ég er sko búin að föndra nokkrar jólagjafir og er sko löngu farin að skipuleggja jól og áramót, enda algert jólabarn, skemmtilegasti tími ársins að mínu mati.
Hafðu það gott, ég sendi ykkur fullt af knúsi og kremjum :)
Sigga Ásta (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:33
Híhí.. ég er líka farin að föndra jólakortin.. ekki seinna vænna :P
Kittý Sveins, 18.10.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.