14.9.2007 | 08:44
Föstudagur
Jæja þá er helgin alveg að detta inn. Núna um helgina erum við mjög busy. Unnur íþróttaálfur er með rosa fitness mót eða Fusion fitness festival í World Class um helgina. Við Karó verðum að hjálpa þeim og það verður nóg að gera......hvað gerir maður ekki fyrir vini sína. Þau eru frábær og okkur kemur mjög vel saman. S.s. frábær helgi framundan og nóg að gera.
Nú er eitt vígið farið hjá kallinum, hann er kominn með gleraugu. Þau eru reyndar bara til að vinna við tölvu og lesa en þetta sínir að kallinn er að eldast. Það hlaut að koma að þessu miðað við alla þessa skjávinnu sem ég er í. Svona er lífið og maður tekur þessu með bros á vör
Eigið öll frábæra helgi, ég veit að ég mun eiga hana
Kv Agggginnnn
Athugasemdir
Góða helgi, hlakka til að sjá nýju gleraugun, er alveg viss um að þau fara þér rosa vel.
knús og kram
Sigga Ásta (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.