Mánudagur

Jæja þá er enn ein heglin búinn, og þessi var mjög skrýtinn. Á föstudagskvöldið kláraði kallinn nú að mála og þá er baða official búiðGrin. Á laugardeginum var sofið út og ekkert smá....alveg til hádegis og það er ekki alveg að gera sig. Maður vaknar með höfuðverk og leiðindi en það rættist úr deginum. Við káró sóttum Andra og fórum í smá sófaleiðangur. Það er bara þannig að þegar maður er að leita að einhverju þá er erfitt að finna það. Karó fór svo um sexleytið að vinna í smá veislu og við strákarnir fórum á Pizza hut og gæddum okkur á kræsingum. Andri kom með eina gullna setningu "eigum við alltaf að fara út að borða þegar Karó er í útlöndum eða í vinnunni" eins og hún sé alltaf úti !!!!!. Eftir það þá fór ég með hann til mömmu sinnar og ég fór að horfa á landsleikinn. Hlev....djöf.....andsk... af hverju unnum við ekki....við vorum mun betriFrown. Eftir leik hittum við Gilla og Unni ásamt Frikka fræga og konu hans á Nordica og fengum okkur hvítvín og með því.

Laugarsagsnóttin var einhver sú allra einkennilegasta sem ég hef upplifað. Ég svaf ekki dúr fyrr en kl 7 um morguninn og þá aðeins í 3 til 4 tíma. Ekki veit ég hvað var í gangi en þetta var skelfilegt. þetta þýddi að sunnudaginn var ég í einhverju móki. Við heimsóttum samt einn mánaðagamlan gutta Guðmund Thor, en hann er sonur Binnu og Ölla. Binna vinnur með Karó og þessi prins á eftir að verða dekurdýr.

 Annars er allt gott og ný vinnuvika að byrja með fullt að spennandi hlutum í gangi.

 Kv Agginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð bara að byðja þig að skila hamingju óskum til Binnu með litla guttann.

Knús á ykkur :)

Sigga Ásta (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:41

2 identicon

Hæ Sigga mín

 ég skila því......algjör prins

Knús til baka ;)

Agnar Þór Agnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband