Umferð !

Það er ótrúlegt hvernig umferðin er orðin. Núna í morgun var ég um 30 mín í vinnuna úr Grafarvogi en ég hef s.s. lent í því verra. Hvað er hægt að gera ??? Ég vorkenni þeim aðilum sem eru að vinna við neyðarþjónustu, s.s. sjúkrabílum og lögreglu. Í morgun var sjúkrabíll að reyna að komast niður ártúnsbrekkuna og ekkert gekk. Vonandi hefur ekki einhver verið í hjartastoppi eða þá ungt barn með öndunarörðuleika því hraðinn á þeim var einginn. Ég er farinn að skilja þessa menn sem kaupa þyrlur til að fara í vinnu eins og forstjóra Samskips og Magnús eiganda Toyota og fleiri fyrirtækja. Hjá þessum mönnum er tíminn peningar og tíminn sem fer í að hanga í umferðarteppu er of mikill og of dýr. Ég held að besta og fljótlegasta lausnin sé að bjóða öllum frítt í strætó og þá mun kannski umferðin minnka aðeins. En þetta er aðeins til bráðabirgða......

Agginn.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband