5.9.2007 | 10:02
Draumar !!!!
Draumar eru skrýtið fyrirbæri. Ég átti einn draum í nótt sem ég skil ekki. Ég man yfirleitt ekki eftir mínum draumum en sumir sitja eftir. Hefur það einhverja þýðingu ? Draumurinn í nótt er á mörkunum að vera martröð því hann er ekki alveg að stimpla sig inn. Nú spyr ég ?? hvað merkja draumar og hvar get ég leitað af því á netinu ?
Endilega þið sem lesið þetta látið mig vita því ég finn ekkert.
Annars er lífið gott...ég er kominn úr þunglyndiskastinu sem ég fékk í gær, hvað var það eitthvað sem ég er nú ekki vanur að vera í, en á samt mín móment eins og allir. Sigga vinkona mín skrifaði athugasemd í gær og hun bjargaði sennilega deginum fyrir mig. Það er rétt sem hún sagði og maður áttar sig ekki á hvað maður hefur það gott.......takk Sigga mín, þú ert best
Endilega skrifið í gestabók
Kv Agginn
Athugasemdir
Ekki málið elsku snúður, til hvers eru vinir ef þeir geta ekki peppað mann upp þegar manni líður ílla
En með draumana þá hef ég ekki hugmynd um hvar maður gæti fundið þetta á netinu, en ef ég dett niður á skemmtilega síðu þá læt ég þig vita.
Annars er það bara að skella sér á bókasafnið og kíkja í draumaráðningarbók !
knús og kram
Sigga Ásta (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.