4.9.2007 | 09:05
Tómlegt !
Það er frekar tómlegt núna þegar strákurinn er farinn til mömmu sinnar, en við reynum að gera gott úr þessu. Ótrúlegt hvað svona litlir gaurar sem eru að gera mann geggjaðan stundum, hafa mikil áhrif á mann. En það er samt gaman að sjá hvað hann breytist mikið á stuttum tíma. Nú er hann 5 ára og er farinn að svara fyrir sig, bæði við mig og Karó. Ég hef minnst áður á þolinmæði en stundum er hún ekki nóg og þá gerist eitthvað sem maður vill ekki gera og maður fær samviskubit á eftir og reynir að bæta upp. En svona er uppeldið, það er ekki eingöngu dans á rósum.
Hér á föstudaginn voru uppsagnir í vinnunni hjá mér.....15 manns fuku og fólk er mjög hrætt. Ég verð að viðurkenna að mér leið ekki vel fyrr en ég talaði við minn yfirmann og hann fullvissaði mig um að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. En maður veit aldrei hvað gerist, hlutirninr gerast svo hratt. Það virðist vera að fyrirtæki séu að draga saman seglin, þegar ég sótti Karó í vinnu í gær þá var einni vinkonu hennar þar sagt upp og hún mátti bara fara. Að sjálfsögðu brá Karó og leið ekki vel en lífið er bara svona og ekkert við þessu að gera né hægt að gera.
þetta er mjög þungt blogg og það er þungt í kallinum núna....vonandi næ ég að hrissta þetta af mér og það komi eitthvað bjartara frá mér næst
já og þið sem kíkið hér inn þá má endilega kvitta fyrir komuna
Kv Agginn
Athugasemdir
Ég mæli með því að þú knúsir hana Karó þína og hugsir um það hvað þú hefur það gott og hvað þú ert einstaklega heppinn að eiga bæði hana og litla guttann þinn og hvað lífið er yndislegt. Maður verður alltaf að sjá þessa hluti sem við tökum svo sjálfsögðum og muna að þakka fyrir þá á hverjum degi.
Vinna er bara vinna og ef maður missir eina þá bara fær maður sér nýja og lærir sennilega helling í leiðinni. En það er fjölskyldan og vinirnir sem við viljum ekki missa því það er ekki hægt að hlaupa bara og fá sér nýja :)
Hafðu það gott elskan og ég sendi þér fullt af fallegum hugsunum og góðum kveðjum og Karó líka :)
Sigga Ásta (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.