28.8.2007 | 15:08
Flensa
Nú er flensan farinn að hrjá heimilisfólk. Týpíst þar sem við erum á leið í bústað um helgina. Það þarf ekki að spyrja að því að þegar eitthvað er planað langt fram í tíman að þá klikkar allt. Story of my life........en vonandi verður kallinn búinn að hrista þetta af sér.
Núna er Andri Þór að fara í gegnum þrjóskutímabilið. Það er ekkert nema frekja í gangi og allt ætlar um koll að keyra ef orðið NEI er notað. Þá er það þolinmæðin sem gildir. Stundum er ég versti pabbi í öllum heiminum og "ömulegur" eru orð sem koma stundum upp. En þetta vex af honum og þessi strákur á eftir að gera góða hluti um æfina.......pabbi mun líka hjálpa.
Snörl..
Kv A
Athugasemdir
Nei sko minn bara komin með blogg, ég ætla að bæta þér inn hjá mér og lesa svo bloggið þitt í framtíðinni.
Hafðu það gott, skilaðu keðju til fjölskyldunnar og góða skemmtun í bústaðnum.
kv Sigga Ásta
Sigga Ásta (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:36
Hey krúsímúzzinn minn, þvílíkt ofvirkur í bloggfærslunum..bloggaðir í febrúar og síðan ekkert fyrr en í ágúst.. þú slærð mér við..
Krumminn minn er líka á þrjóskutímabilinu, reyndar er hann búin að vera á nettu þrjóskuskeiði síðan 3. janúar 2001, daginn sem hann fæddist nema bara mismikið. Nú var hann t.d að byrja í 1.bekk... og týpískur morgun sl daga lýsir sér þannig:
S: Hrafn farðu í hermannabuxurnar... H:Nei, ég ætla að fara í gallabuxunum... S: farðu frekar í nýju buxunum, hinar eru skítugar... H: Nei, þær eru hallærislegar því það þarf að bretta þær upp og þá hlægja allir krakkarnir af mér...
S: Ég er búin að elda hafragraut (sem hann biður oftast um) H: Nei ég vil fá Cocopuffs.
S: Farðu í jakkann... H: Nei, ég drepst úr hita. S: Farðu þá í dúnvestinu...H: Nei, það er svo stórt... (og fer í dúnúlpunni, sem er bæði stærri og heitari en hinar flíkurnar)
S: Drífið ykkur út í bíl, ég er að verða of sein í vinnuna. H: Nei, ég ætla að hjóla.
S: Hlauptu upp og sæktu gleraugun þín...H:Nei ég er svo þreyttur.
Hrafn: Af hverju er lífið mitt stundum svona erfitt? ég þarf alltaf að gera allt og má aldrei neitt.
Aggi múzz, ég er orðin of gömul fyrir þetta.. en þetta er bara rétt að byrja hjá þér heyrist mér
Láttu þér batna af flensudruslunni og látið hana ekki skemma fyrir ykkur frábæra bústaðaferð.
Bið að heilsa frúnni.
Knús Solla yfirmúzz!!
Solveig Pálmadóttir, 28.8.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.