20.2.2007 | 09:47
Daginn í dag ......
Hæ og hó
Jæja þá er pirringurinn farinn og lífið er mun skemmtilegra. Ég veit ekki hvað þetta var en óskemmtilegt var þetta. Eins og flestir vita þá er ég kominn með nýja vinnu og líður mjög vel í henni. Þetta er æðislegt !!! Ótrúlegt hvað vinnan getur gert lífið betra og skapið einnig.......eitthvað hef ég gert rétt um ævina til þess að eiga þetta skilið.
Andri Þór er búinn að vera hjá okkur núna í 6 daga. Á laugardaginn fórum við á Hótel Flúðir í eina nótt og það var snilld. Andri var smá erfiður en ég held að það sé aðeins aldurinn, ég vill ekki trúa öðru. Hann er æðislegur og lítið kraftaverk því það er ekki sjálfgefið að fá þvílíkan demant. Drottningin mín hún Karó er eitthvað það besta sem hefur komið fyrir mig um ævina, þvílík gersemi hefur ekki verið í kringum mig um ævina.
Jæja nóg í bili kv Kallinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.