Færsluflokkur: Bloggar

Ómenningarnótt

Það er ekki oft sem ég fer í bæinn um helgar. Ég var núna um helgina á vegum RKÍ í sjúkragæslu niðri í bæ á menningarnótt. Ég verð að segja að ég átti ekki til orð um hvernig "menning" okkar íslendinga er orðinn. Krakkar á aldrinum 15 til 20 ára voru mjög áberandi í bænum og útúr drukkinn. Ég get ekki kallað þetta menningu.

Sjálfsagt voru mörg, góð atriði í bænum og ætla ég ekki að gera lítið úr því góða fólki sem var að gera góða hluti og sýna listsköpun sína en íslendingar verða að læra að drekka og haga sér. Unglingadrykkja á ekki að líðast og á að taka hart á unglingunum sem stunda hana og einnig foreldrum þeirra, því jú þeirra er ábyrgðin.

Nú er kominn önnur vinnuvika og strákurinn farinn til móður sinnar. Næstu 7 dagar eiga eftir að vera erfiðir án hans.

Kv. A


Vá hvað ég er lélegur bloggari. Ef einhver ætti að fá verðlaun fyrir lélagasta bloggaran þá væri það ég. Ég mun reyna að taka mig á í þessu.

Ég verð sjálfsagt með eitthvað seinna skemmtilegt hér inni en ég er tómur í dag og ekkert að gerast hjá mér.

Kv Kallinn

 


Mánudagar !!!!

Jæja þá er enn ein helgin búinn. Þessi var æðisleg. Ég og Karó fórum á laugardagskvöldið á djammið á Nordica. Food and Fun var í síðustu viku og má segja að þetta hafi verið aðalkvöldið. Við hittum samstarfsfólk Karó og það var drukkið stíft. Þvílík stemming og bara algjör snilld. Ég var reyndar að keyra Strætó um helgina en ég var góður á sunnudaginn þ.a.s. fann ekkert á mér og þakka ég því að hafa sleppt bjórnum.

Annars er það bara vinna og vinna

 Kv Agnar


Úffffff

Þvílíkur dagur....nú er ég í hliði 1 og hef aldrei lent í öðru eins. Þetta er svo flókið system að það hálfa væri nóg. það er spurning hvort ég höndla þetta........................HJÁLP

Daginn í dag ......

Hæ og hó

Jæja þá er pirringurinn farinn og lífið er mun skemmtilegra. Ég veit ekki hvað þetta var en óskemmtilegt var þetta. Eins og flestir vita þá er ég kominn með nýja vinnu og líður mjög vel í henni. Þetta er æðislegt !!! Ótrúlegt hvað vinnan getur gert lífið betra og skapið einnig.......eitthvað hef ég gert rétt um ævina til þess að eiga þetta skilið.

Andri Þór er búinn að vera hjá okkur núna í 6 daga. Á laugardaginn fórum við á Hótel Flúðir í eina nótt og það var snilld. Andri var smá erfiður en ég held að það sé aðeins aldurinn, ég vill ekki trúa öðru. Hann er æðislegur og lítið kraftaverk því það er ekki sjálfgefið að fá þvílíkan demant. Drottningin mín hún Karó er eitthvað það besta sem hefur komið fyrir mig um ævina, þvílík gersemi hefur ekki verið í kringum mig um ævina.

 Jæja nóg í bili kv Kallinn


Loksins

Jæja þá er strákurinn kominn með blogg.........betra er seint en aldrei........

Ég er þvílíkt pirraður í dag, ég veit ekki hvers vegna en eitthvað er það. Ég ætti að vera ótrúlega sáttur við lífið og tilveruna því ég á yndislega konu, frábæran strák og ég í góðri vinnu. Hvað þarf ég meira ???? Satt best að segja þá skil ég ekki sjálfan mig í dag en vonandi rætist úr þessu.

Ég mun reyna að blogga daglega en ég lofa engu.

 Kv. AAX


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband