Ja hérna hér !!!!!

Strákurinn er ekki að standa sig í blogginu, en hann bregst að sjálfsögðu við þegar drottingar kvarta undan bloggleysi. Staðan er þannig að það er búið að vera klikkað að gera, vinnan, jólin og allt á fullu. Allt eru þetta góðar afsakanir fyrir að blogga ekki en ég gét þó huggað mig við það að ég er sennilega ekki versti bloggarinn á landinu.

Newsflass: kallinn er að verða pabbi í annað sinn. Þvílík snilld þar á fer og er von á nýjum fjölskyldumeðlim á næsta ári. (nákvæm dagsetning ekki komin)  Þetta er fyrsta barn Karó og því mikil spenna þar á ferð. Andri Þór er alveg að fara á límingunum og getur ekki beðið, vildi helst drífa þetta af fyrir jól. Bjartir tímar framundan hjá litlu fjölskyldunni og spennandi.

Ég hef ekki mikið að segja núna en endilega kvittið fyrir komu, og munið að kaupa handa mér jólagjöf.

Kv Aggginnnn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Ég hlýt að flokkast undir drottningu því ég var að kvarta undan bloggleysi  Mætti nú alveg herða mig sjálf en það kemur.

Enn og aftur til lukku með tilveru nýja fjölskyldukrúttsins, nú má maður sem sagt fara að segja frá.. enda er ég búin að þegja ALLTOF lengi yfir þessu   

 Svo skulum við nú stefna á hitting eftir hátíðarnar, about time!!

Knúúúús til ykkar

Solveig Pálmadóttir, 5.12.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Kittý Sveins

Til hamingju aftur Agnar.. nákvæm dagsetning hjá okkur er 15. apríl :)

Bið að heilsa Karó og auðvitað Andra :D

Kittý Sveins, 5.12.2007 kl. 15:09

3 identicon

Innilega til hamingju elsku fjölskylda, loksins má ég fara að tala um þetta, rosalega erfitt að þegja yfir svona hlutum :)

En ég vona að þið hafið það gott elskurnar og knúsið hvort annað frá mér :)

Bestu kveðjur

Sigga Ásta (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband